Sveiflan allsráðandi næstu daga í borginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 08:45 Hilmar hefur spilað með flestum íslenskum einstaklingum í jazzheiminum á Íslandi. Í kvöld er hann einn á ferð. Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira