Roger Federer datt óvænt út á Opna bandaríska en Serena brunaði áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 07:30 Roger Federer gengur svekktur af velli. Getty/Tim Clayton Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019
Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira