Einelti í skólum að aukast á ný Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. Fréttablaðið/Eyþór Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira