Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 23:01 Það var ekki glatt yfir Johnson forsætisráðherra (f.m.) og félögum hans í Íhaldsflokknum á þingi í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00