Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 15:06 Það er ekki ofsögum sagt að Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, standi í ströngu þessa dagana. vísir/getty Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira