Ógnvekjandi framtíð Las Vegas á tímum hamfarahlýnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Heimilislaus maður í Las Vegas sést hér fyrir framan apótek í borginni í vor. Heimilislausir eru sá hópur í borginni sem er í hvað mestri hættu vegna síhækkandi hitastigs. vísir/getty Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna