Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 09:15 Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. AP/Kin Cheung Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16