Gary brosti til Óla Jó eftir síðara markið: „Gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2019 19:45 Gary Martin ræðir við Stöð 2 Sport í leikslok. vísir/skjáskot Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati.And that’s all she wrote— Gaz Martin (@G9bov) September 1, 2019 „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati.And that’s all she wrote— Gaz Martin (@G9bov) September 1, 2019 „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag. 1. september 2019 19:30