Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 21:00 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10