Mikil útgjöld í framkvæmdir og viðhald skóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 11:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira