Komdu í (loftslags)verkfall! Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. september 2019 15:47 Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun