Ólöglegir vextir og óraunhæfar væntingar Már Wolfgang Mixa skrifar 19. september 2019 08:00 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Már Wolfgang Mixa Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun