Þegar hauststressið heltekur hugann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Kristín Hrefna Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar