Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2019 20:16 Niðurstöður fyrri umferðar voru kynntar í dag. Getty/NurPhoto Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri.
Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28
Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00