Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2019 14:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tókust á á þingi undir liðnum fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú. Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú.
Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38