Eli Manning búinn að missa byrjunarliðssætið sitt til nýliðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 19:30 Eli Manning Getty/ Sarah Stier Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira