Tilviljun réði því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. september 2019 22:01 Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira