„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 08:00 Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00
Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51