Annar handtekinn í tengslum við morðið á Karolin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 16:29 Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39
Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24
Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15