Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sputnik Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07
Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55