Uppgjör: Hamfarir Vettel tryggðu Hamilton sigur Bragi Þórðarson skrifar 30. september 2019 07:00 Hamilton kom fyrstur í mark í 82. skiptið á ferlinum í Rússlandi um helgina. Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira