Lýðflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 20:46 Kurz veifar stuðningsmönnnum Lýðflokksins Getty/Sean Gallup Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15
Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40
Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“