Skattahækkun á mannamáli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. september 2019 07:15 Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar