Efnahagur og heilbrigði Þorvaldur Gylfason skrifar 26. september 2019 07:00 Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar