Hvað um mína framtíð? Aðalbjörg Egilsdóttir skrifar 25. september 2019 19:23 Um þessar mundir stendur loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hæst í New York borg. Þar ræða margir af leiðtogum heimsins um hamfarahlýnun og hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri vá sem að okkur steðjar. Vá sem við höfum vitað af í tugi ára en lítið sem ekkert gert í. Og nú er svo komið að vegna afskiptaleysis stjórnvalda og fyrirtækja um allan heim flykkjast milljónir fólks út á götu og fara í verkfall. Forsprakki verkfallanna er ung stúlka sem flestöll okkar kannast núorðið við, Greta Thunberg. Hugrekki hennar og dugnaður er aðdáunarvert og barátta hennar hefur skilað gífurlegum árangri. Nafn hennar er á allra vörum, bæði þeirra sem dást að henni og þeirra sem hæðast að henni. Hún hefur vakið það mikla athygli, að nú, annað árið í röð, fékk hún að ávarpa loftslagsráðstefnu SÞ og ræða þar um hamfarahlýnun og afleiðingar hennar. Ávarpið, sem hún hélt sl. mánudag, 23. september, hefur vakið athygli og fengið mikil viðbrögð. Hún ávítti heimsleiðtogana fyrir framtaksleysi sitt í loftslagsmálum og fyrir að ræða sífellt um hvernig hægt væri að auka hagvöxt í stað þess að ræða um hvaða aðgerðir á að ráðast í til að koma í veg fyrir frekari losun koltvísýrings og annarra óæskilegra lofttegunda sem valda hlýnun jarðar og þ.a.l. raski á jafnvægi hennar. En af hverju hefur 16 ára stúlka frá Svíþjóð svona miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum? Margir segja að hún ætti að halda sig heima, halda áfram í skóla og ekki skipta sér af pólitík fyrr en hún hefur aldur til. Hún sé hysterísk, haldi fram fáránlegum, ósönnuðum staðreyndum og sé greinilega veik á geði. Því er jafnvel haldið fram að henni sé stjórnað af náttúruverndarsamtökum, stjórnmálaflokkum og að foreldrar hennar hafi alið upp frekan krakka sem kunni ekki að fá nei. Það sem mér finnst ótrúlegast við þetta er að fullorðið fólk er í alvöru í það mikilli afneitun að það tali svona um 16 ára barn. Barn sem hefur áhyggjur af framtíð sinni og sinnar kynslóðar, réttlætanlegar áhyggjur, enda er útlitið svart. Sýnt hefur verið fram á að losun koltvísýrings hefur margfaldast síðustu áratugi og er styrkur hans í andrúmsloftinu nú um 25% meiri en mesti styrkur síðustu 800 þúsund ár. Rannsóknir á loftslagi síðustu hundruð þúsunda ára sýna að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmslofti helst í hendur við hlýnun jarðar, sem veldur breytingum á loftslagi og útrýmingaröldu tegunda. Ef gögnin eru skoðuð nánar sést að aukning á koltvísýringi í andrúmslofti hefur aldrei verið eins hröð og síðustu 100 árin, sem þýðir að hlýnunin, breytingarnar á loftslagi og útrýming tegunda, verður líklega á stærðargráðu sem jörðin hefur aldrei upplifað áður, verði ekkert að gert. Styrkur annarra gróðurhúsalofttegunda hefur einnig aukist mikið, sem eykur enn á hraða hlýnunar og breytinga. Fyrir utan það að sannað er að styrkur gróðurhúsalofttegunda hafi aukist gríðarlega og að sá styrkur muni valda loftslagsbreytingum, hefur verið sýnt að aukinn styrkur þessara efna í andrúmsloftinu er af manna völdum. Það eru um 98% vísindamanna sammála um, vísindamenn alls staðar að úr heiminum, en eitt af grunngildum vísindamanna er að fara eftir því sem vísindin sýna og engu öðru. Ekki hagsmunum annarra eða sínum eigin, heldur vísindunum. Og ef 98% vísindamanna standa við að hamfarahlýnun sé raunveruleg og sé vegna okkar mannanna, ættum við þá ekki að hlaupa til og gera allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að stöðva hana, að koma í veg fyrir enn frekari skaða en við höfum þegar valdið? En nei, leiðtogar heimsins og stjórnir fyrirtækja virðast telja að aukinn hagvöxtur skipti meira máli en framtíð jarðarinnar eins og við þekkjum hana. Þægindi, peningar og áhyggjuleysi eru mikilvægari en þúsundir tegunda sem munu deyja út, mikilvægari en vistkerfi hafsins, sem við Íslendingar treystum svo á, mikilvægari en regnskógarnir og kóralrifin, sem geyma mestu líffræðilega fjölbreytni sem þekkist. Þau sitja loftslagsráðstefnu SÞ um þessar mundir og ræða loftslagsvána en ekkert bólar á aðgerðum sem skila munu árangri. Eins og Greta segir, þá eru aðeins 50% líkur á að hlýnun jarðar verði innan við 1,5°C ef okkur tekst að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50% á næstu árum. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar aukist um u.þ.b. 0,8°C, svo við eigum ekki einu sinni inni eins mikla hlýnun og margir halda. Nú þegar hefur jörðin hlýnað og við finnum fyrir afleiðingum hamfarahlýnunar; skógareldar, flóð, fellibylir og þurrkar síðustu ára eru sorglegur en raunverulegur vitnisburður um það. Þrátt fyrir að okkur takist að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C höfum við haft hræðileg áhrif á vistkerfi jarðar, áhrif sem við munum aldrei geta tekið til baka. Í ljósi alls þessa spyr ég eins og Greta: Hvað um mína framtíð? Alla ævi hefur mér verið sagt að framtíðin sé björt, ég stend mig vel í námi, tek þátt í félagsstörfum og öðrum tómstundum, sé metnaðarfull og dugleg, ég geti allt. Þessu hef ég alltaf trúað, sett markið hátt og gert mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En mér finnst framtíðin ekki björt lengur. Hún verður sífellt svartari og það er eins og fáir vilji hjálpa mér, og öllum þeim sem fara í verkföll fyrir loftslagið, að gera hana bjartari. Sama hvað ég geri, sama hvernig ég breyti mínum lífsstíl, þá mun það ekki duga nema stjórnvöld og fyrirtæki geri það líka. Þess vegna mun ég alltaf styðja við Gretu og öll hin sem standa með henni. Ég mun standa með henni því ég vil eiga framtíð. Framtíð fyrir mig, fyrir systkini mín og aðra sem mér þykir vænt um. Framtíð sem ég get hlakkað til og fundist vera björt.Höfundur er líffræðingur og Stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hæst í New York borg. Þar ræða margir af leiðtogum heimsins um hamfarahlýnun og hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri vá sem að okkur steðjar. Vá sem við höfum vitað af í tugi ára en lítið sem ekkert gert í. Og nú er svo komið að vegna afskiptaleysis stjórnvalda og fyrirtækja um allan heim flykkjast milljónir fólks út á götu og fara í verkfall. Forsprakki verkfallanna er ung stúlka sem flestöll okkar kannast núorðið við, Greta Thunberg. Hugrekki hennar og dugnaður er aðdáunarvert og barátta hennar hefur skilað gífurlegum árangri. Nafn hennar er á allra vörum, bæði þeirra sem dást að henni og þeirra sem hæðast að henni. Hún hefur vakið það mikla athygli, að nú, annað árið í röð, fékk hún að ávarpa loftslagsráðstefnu SÞ og ræða þar um hamfarahlýnun og afleiðingar hennar. Ávarpið, sem hún hélt sl. mánudag, 23. september, hefur vakið athygli og fengið mikil viðbrögð. Hún ávítti heimsleiðtogana fyrir framtaksleysi sitt í loftslagsmálum og fyrir að ræða sífellt um hvernig hægt væri að auka hagvöxt í stað þess að ræða um hvaða aðgerðir á að ráðast í til að koma í veg fyrir frekari losun koltvísýrings og annarra óæskilegra lofttegunda sem valda hlýnun jarðar og þ.a.l. raski á jafnvægi hennar. En af hverju hefur 16 ára stúlka frá Svíþjóð svona miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum? Margir segja að hún ætti að halda sig heima, halda áfram í skóla og ekki skipta sér af pólitík fyrr en hún hefur aldur til. Hún sé hysterísk, haldi fram fáránlegum, ósönnuðum staðreyndum og sé greinilega veik á geði. Því er jafnvel haldið fram að henni sé stjórnað af náttúruverndarsamtökum, stjórnmálaflokkum og að foreldrar hennar hafi alið upp frekan krakka sem kunni ekki að fá nei. Það sem mér finnst ótrúlegast við þetta er að fullorðið fólk er í alvöru í það mikilli afneitun að það tali svona um 16 ára barn. Barn sem hefur áhyggjur af framtíð sinni og sinnar kynslóðar, réttlætanlegar áhyggjur, enda er útlitið svart. Sýnt hefur verið fram á að losun koltvísýrings hefur margfaldast síðustu áratugi og er styrkur hans í andrúmsloftinu nú um 25% meiri en mesti styrkur síðustu 800 þúsund ár. Rannsóknir á loftslagi síðustu hundruð þúsunda ára sýna að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmslofti helst í hendur við hlýnun jarðar, sem veldur breytingum á loftslagi og útrýmingaröldu tegunda. Ef gögnin eru skoðuð nánar sést að aukning á koltvísýringi í andrúmslofti hefur aldrei verið eins hröð og síðustu 100 árin, sem þýðir að hlýnunin, breytingarnar á loftslagi og útrýming tegunda, verður líklega á stærðargráðu sem jörðin hefur aldrei upplifað áður, verði ekkert að gert. Styrkur annarra gróðurhúsalofttegunda hefur einnig aukist mikið, sem eykur enn á hraða hlýnunar og breytinga. Fyrir utan það að sannað er að styrkur gróðurhúsalofttegunda hafi aukist gríðarlega og að sá styrkur muni valda loftslagsbreytingum, hefur verið sýnt að aukinn styrkur þessara efna í andrúmsloftinu er af manna völdum. Það eru um 98% vísindamanna sammála um, vísindamenn alls staðar að úr heiminum, en eitt af grunngildum vísindamanna er að fara eftir því sem vísindin sýna og engu öðru. Ekki hagsmunum annarra eða sínum eigin, heldur vísindunum. Og ef 98% vísindamanna standa við að hamfarahlýnun sé raunveruleg og sé vegna okkar mannanna, ættum við þá ekki að hlaupa til og gera allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að stöðva hana, að koma í veg fyrir enn frekari skaða en við höfum þegar valdið? En nei, leiðtogar heimsins og stjórnir fyrirtækja virðast telja að aukinn hagvöxtur skipti meira máli en framtíð jarðarinnar eins og við þekkjum hana. Þægindi, peningar og áhyggjuleysi eru mikilvægari en þúsundir tegunda sem munu deyja út, mikilvægari en vistkerfi hafsins, sem við Íslendingar treystum svo á, mikilvægari en regnskógarnir og kóralrifin, sem geyma mestu líffræðilega fjölbreytni sem þekkist. Þau sitja loftslagsráðstefnu SÞ um þessar mundir og ræða loftslagsvána en ekkert bólar á aðgerðum sem skila munu árangri. Eins og Greta segir, þá eru aðeins 50% líkur á að hlýnun jarðar verði innan við 1,5°C ef okkur tekst að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50% á næstu árum. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar aukist um u.þ.b. 0,8°C, svo við eigum ekki einu sinni inni eins mikla hlýnun og margir halda. Nú þegar hefur jörðin hlýnað og við finnum fyrir afleiðingum hamfarahlýnunar; skógareldar, flóð, fellibylir og þurrkar síðustu ára eru sorglegur en raunverulegur vitnisburður um það. Þrátt fyrir að okkur takist að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C höfum við haft hræðileg áhrif á vistkerfi jarðar, áhrif sem við munum aldrei geta tekið til baka. Í ljósi alls þessa spyr ég eins og Greta: Hvað um mína framtíð? Alla ævi hefur mér verið sagt að framtíðin sé björt, ég stend mig vel í námi, tek þátt í félagsstörfum og öðrum tómstundum, sé metnaðarfull og dugleg, ég geti allt. Þessu hef ég alltaf trúað, sett markið hátt og gert mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En mér finnst framtíðin ekki björt lengur. Hún verður sífellt svartari og það er eins og fáir vilji hjálpa mér, og öllum þeim sem fara í verkföll fyrir loftslagið, að gera hana bjartari. Sama hvað ég geri, sama hvernig ég breyti mínum lífsstíl, þá mun það ekki duga nema stjórnvöld og fyrirtæki geri það líka. Þess vegna mun ég alltaf styðja við Gretu og öll hin sem standa með henni. Ég mun standa með henni því ég vil eiga framtíð. Framtíð fyrir mig, fyrir systkini mín og aðra sem mér þykir vænt um. Framtíð sem ég get hlakkað til og fundist vera björt.Höfundur er líffræðingur og Stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar