Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“ Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“
Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira