Útlit fyrir að fiskeldi tvöfaldist á næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 09:43 Fiskeldi Austfjarða er með fiskeldi í bæði Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða. Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða.
Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36
MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15