Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48