Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:48 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45