„Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:40 Boris Johnson í New York í gær þar sem hann tekur þátt í allsherjarþingi og loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna. vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38