Sunnlendingar fá nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem mætti nýlega á fund á Selfossi til að ræða Heilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030. Hún svaraði nokkrum spurningum á fundinum, m.a. um stöðu hjúkrunarheimila í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira