"Þetta er algjört brjálæði“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. september 2019 21:00 „Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31