Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 16:37 Ásgeir Kr. Ólafsson er talsmaður hópsins. Vísir/MHH Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“ Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“
Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00