Nóbelsverðlaunahafar heimsækja Laxness Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 09:30 Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag. Sænska sendiráðið Sýning með ljósmyndum þýska ljósmyndarans Peter Badge af Nóbelsverðlaunahöfum verður opnuð í sænska sendiherrabústaðnum við Fjólugötu 9 um helgina. Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag. Í umfjöllun um sýninguna segir að frá árinu 1901 til 2018 hafi alls 908 fengið Nóbelsverðlaun og hefur Badge hitt og myndað rúmlega 400 þeirra. Á sýningunni verða tugir mynda Badge til sýnis. Á meðal gesta á opnuninni verður bandaríski bassaleikarinn Jerry Scheff sem spilaði um sjö ára skeið með goðsögninni Elvis Presley. Þá hefur hann einnig spilað með tónlistarmönnum á borð við Bob Dylan, The Doors, Elvis Costello, John Denver, Tom Petty og fleirum. Tugir mynda verða til sýnis í sendiherrabústaðnum á laugardag.Sænska sendiráðið Tengir löndin saman Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi á sínum tíma fengið hugmynd um að gera eitthvað sem tengdi saman Ísland, Svíþjóð, Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin. „Svo sá ég að í ár eru hundrað ár frá því að Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Þegar komst ég í samband við Peter Badge í gegnum Jerry [Scheff] og þá þróaðist hugmyndin að sýningunni frekar. Peter hefur á síðustu rúmu tuttugu árunum hitt og myndað rúmlega 400 Nóbelsverðlaunahafa. Þetta er alveg einstök skrásetning á samtímanum. Hann er orðinn vinur fjölda þeirra. Hann hefur tekið með sér um fimmtíu ljósmyndir til Íslands,“ segir Juholt. Myndlist Nóbelsverðlaun Reykjavík Svíþjóð Halldór Laxness Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýning með ljósmyndum þýska ljósmyndarans Peter Badge af Nóbelsverðlaunahöfum verður opnuð í sænska sendiherrabústaðnum við Fjólugötu 9 um helgina. Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag. Í umfjöllun um sýninguna segir að frá árinu 1901 til 2018 hafi alls 908 fengið Nóbelsverðlaun og hefur Badge hitt og myndað rúmlega 400 þeirra. Á sýningunni verða tugir mynda Badge til sýnis. Á meðal gesta á opnuninni verður bandaríski bassaleikarinn Jerry Scheff sem spilaði um sjö ára skeið með goðsögninni Elvis Presley. Þá hefur hann einnig spilað með tónlistarmönnum á borð við Bob Dylan, The Doors, Elvis Costello, John Denver, Tom Petty og fleirum. Tugir mynda verða til sýnis í sendiherrabústaðnum á laugardag.Sænska sendiráðið Tengir löndin saman Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi á sínum tíma fengið hugmynd um að gera eitthvað sem tengdi saman Ísland, Svíþjóð, Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin. „Svo sá ég að í ár eru hundrað ár frá því að Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Þegar komst ég í samband við Peter Badge í gegnum Jerry [Scheff] og þá þróaðist hugmyndin að sýningunni frekar. Peter hefur á síðustu rúmu tuttugu árunum hitt og myndað rúmlega 400 Nóbelsverðlaunahafa. Þetta er alveg einstök skrásetning á samtímanum. Hann er orðinn vinur fjölda þeirra. Hann hefur tekið með sér um fimmtíu ljósmyndir til Íslands,“ segir Juholt.
Myndlist Nóbelsverðlaun Reykjavík Svíþjóð Halldór Laxness Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira