Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 01:19 Katrín Jakobsdóttir fær faðmlag með tárin í augunum þegar umræðum um frumvarpið var lokið. Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Umræður stóðu yfir í tvær og hálfa klukkustund og lauk með því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klökknaði í ræðustól og felldi tár. Hafði hún þá svarað athugasemdum þingmanna úr fimm flokkum án þess að nokkur stjórnarþingmaður tæki til máls og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Má því segja að ráðherra hafi verið nokkuð yfirgefin í umræðunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarþingmaðurinn Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum fóru mikinn í umræðum. Björn Leví biðst afsökunar á meðan Katrín þerrar tárin. Fjallað var um gagnrýni þingmannanna á Vísi fyrr í kvöld. Katrín sagðist vera að hlýta mjög skýrum ráðum þeirra sem farið hefðu með hlutverk ríkisins að ná samkomulagi við alla aðila. Og að fylgja þeirri heildarsýn að allir fimm aðilarnir í málinu nytu jafnræðis. Segist hlýta skýrum ráðum „Þess vegna er þetta frumvarp komið hingað inn,“ sagði Katrín og óhætt að segja að hún hafi verið ein í liði í umræðum kvöldsins. Fyrir liggur að á sáttaborði sakborninganna fimm var tillaga um heildargreiðslur upp á tæplega 800 milljónir króna. Skýrt er að allir þurfa að fallast á greiðslurnar sem ekkert varð af. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu og krefst 1,3 milljarða króna í skaðabætur. Þingmenn gagnrýndu í kvöld að málið væri yfir höfuð til meðferðar hjá Alþingi, en ekki hjá dómstólum. Katrín sagði málið sannarlega flókið. Frá meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmála á sínum tíma.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON „Ég hafði þá trú að þarna gætu stjórnvöld og Alþingi sagt sinn skýra vilja en vissi um leið að ekki væri ólíklegt að þau færu samt fyrir dómstóla,“ sagði Katrín. Augljóst væri að ef frumvarpið yrði að lögum hefði það áhrif á málatilbúnað sakborninga enda verið að taka af öll tvímæli um bótaskyldu ríksins. Ekki að óska eftir efnislegri umræðu „Hér er ekki verið að biðja þingmenn háttvirta um að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlun mín með þessu frumvarpi. Og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp, hér,“ sagði Katrín og var greinilega mikið niðri fyrir. Rödd hennar brast og tár féllu. Bryndís Haraldsdóttir, forseti þingsins, sagði tvo þingmenn hafa óskað eftir því að veita andsvar. Úr varð að aðeins Björn Leví steig í pontu og baðst afsökunar á ummælum sínum um sýndarmennsku fyrr um kvöldið. Var umræðum þar með lokið og einn þingmaður gerði sér ferð til Katrínar og faðmaði hana, þar sem hún sat í ráðherrastól sínum og þerraði tárin. Lokaræðu Katrínar má sjá hér að neðan en sem fyrr segir er það undir lok hennar sem forsætisráðherra kemst við. Klippa: Katrín Jakobsdóttir - Umræða um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Hér má svo sjá síðustu ræðu umræðunnar þar sem Björn Leví biðst afsökunar og útskýrir hvað hann meinti með orðinu sýndarmennska.Klippa: Björn Leví Gunnarsson - Umræða um bætur vegna Guðmundar- og GeirfinnsmálaUppfært 09:52 Fyrirsögninni var breytt þar sem of fast var að orði kveðið að segja að ráðherra hefði brotnað niður í ræðustól Alþingis. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. 8. október 2019 08:00 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Umræður stóðu yfir í tvær og hálfa klukkustund og lauk með því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klökknaði í ræðustól og felldi tár. Hafði hún þá svarað athugasemdum þingmanna úr fimm flokkum án þess að nokkur stjórnarþingmaður tæki til máls og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Má því segja að ráðherra hafi verið nokkuð yfirgefin í umræðunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarþingmaðurinn Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum fóru mikinn í umræðum. Björn Leví biðst afsökunar á meðan Katrín þerrar tárin. Fjallað var um gagnrýni þingmannanna á Vísi fyrr í kvöld. Katrín sagðist vera að hlýta mjög skýrum ráðum þeirra sem farið hefðu með hlutverk ríkisins að ná samkomulagi við alla aðila. Og að fylgja þeirri heildarsýn að allir fimm aðilarnir í málinu nytu jafnræðis. Segist hlýta skýrum ráðum „Þess vegna er þetta frumvarp komið hingað inn,“ sagði Katrín og óhætt að segja að hún hafi verið ein í liði í umræðum kvöldsins. Fyrir liggur að á sáttaborði sakborninganna fimm var tillaga um heildargreiðslur upp á tæplega 800 milljónir króna. Skýrt er að allir þurfa að fallast á greiðslurnar sem ekkert varð af. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu og krefst 1,3 milljarða króna í skaðabætur. Þingmenn gagnrýndu í kvöld að málið væri yfir höfuð til meðferðar hjá Alþingi, en ekki hjá dómstólum. Katrín sagði málið sannarlega flókið. Frá meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmála á sínum tíma.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON „Ég hafði þá trú að þarna gætu stjórnvöld og Alþingi sagt sinn skýra vilja en vissi um leið að ekki væri ólíklegt að þau færu samt fyrir dómstóla,“ sagði Katrín. Augljóst væri að ef frumvarpið yrði að lögum hefði það áhrif á málatilbúnað sakborninga enda verið að taka af öll tvímæli um bótaskyldu ríksins. Ekki að óska eftir efnislegri umræðu „Hér er ekki verið að biðja þingmenn háttvirta um að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlun mín með þessu frumvarpi. Og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp, hér,“ sagði Katrín og var greinilega mikið niðri fyrir. Rödd hennar brast og tár féllu. Bryndís Haraldsdóttir, forseti þingsins, sagði tvo þingmenn hafa óskað eftir því að veita andsvar. Úr varð að aðeins Björn Leví steig í pontu og baðst afsökunar á ummælum sínum um sýndarmennsku fyrr um kvöldið. Var umræðum þar með lokið og einn þingmaður gerði sér ferð til Katrínar og faðmaði hana, þar sem hún sat í ráðherrastól sínum og þerraði tárin. Lokaræðu Katrínar má sjá hér að neðan en sem fyrr segir er það undir lok hennar sem forsætisráðherra kemst við. Klippa: Katrín Jakobsdóttir - Umræða um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Hér má svo sjá síðustu ræðu umræðunnar þar sem Björn Leví biðst afsökunar og útskýrir hvað hann meinti með orðinu sýndarmennska.Klippa: Björn Leví Gunnarsson - Umræða um bætur vegna Guðmundar- og GeirfinnsmálaUppfært 09:52 Fyrirsögninni var breytt þar sem of fast var að orði kveðið að segja að ráðherra hefði brotnað niður í ræðustól Alþingis.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. 8. október 2019 08:00 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. 8. október 2019 08:00
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28