Fengu Nóbelinn fyrir heimsfræði og fjarreikistjörnufund Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:15 Nóbelsnefndin tilkynnti um verðlaunahafana í Stokkhólmi í morgun. Vísir/EPA Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019 Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019
Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira