Á leigumarkaði af illri nauðsyn? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun