Hannes hjólar í Ingibjörgu og Jón Ásgeir vegna skopmyndar í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 12:33 Skopmyndin af Hannesi sést hér til vinstri. Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir sjást hér til hægri. Mynd/Samsett Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook
Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50