Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 18:39 Frá Akranesi. Ágústa Elín tók við embætti skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Mynd/veitur Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar. Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar.
Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira