Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 21:00 Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00