Sjálfboðaliðar á biðlista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 "Nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli, það sýna rannsóknir.“ segir Helga Sif. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira