Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 22:07 Nokkrar umsóknir liggja nú á borði Matvælastofnanir vegna drykkja með hátt koffíninnihald. Vísir Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07
Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00