Óþægilegar upplýsingar Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 3. október 2019 15:30 Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun