Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:34 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira