„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 16:51 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira