Óvíst hvenær Björn snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 09:00 Björn lætur rigna í leik með KR á síðustu leiktíð Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn