Skiptir máli Hörður Ægisson skrifar 18. október 2019 07:00 Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun