Vél, vík burt! Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 18. október 2019 07:00 Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi!
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun