Unnur Tara: Þú verður að hjálpa fólki í neyð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 23:10 Unnur Tara Jónsdóttir í baráttunni á síðasta tímabili Vísir/Daníel Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira