Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00